Leita í fréttum mbl.is

Málað í skjóli nætur!

 

vatnsveitan

Það var frétt um það í vikunni á bb.is að vatnsveituhúsið í hlíðinni fyrir ofan Urðarveg hafi verið málað í skjóli nætur.  Góð frétt um það þegar íbúi tekur sig til og málar húsið sem lengi hefur verið lýti á umhverfi sínu sökum viðhaldsleysis.

Ég hef reyndar komist að því að húsið var málað að kvöldlagi í júlí, þegar sólin skín allan sólarhringinn, þannig að ekki var þetta nú gert í skjóli nætur (smá útúrsnúningur).  Það tók rúman mánuð fyrir bæjaryfirvöld að komast að því að húsið hafi verið málað.  Ætli þeim hafi nú ekki verið bent á það að lokum.

Ég vil nota þetta tækifæri hér og þakka viðkomandi fyrir framtakið - takk fyrir að taka að þér verk sem umhverfissvið bæjarfélagsins átti með sanni að vera löngu búið að láta framkvæma.  Það hefur jú staðið til nokkuð lengi að mála þetta hús.  Alltaf hefur eitthvað annað verið tekið framfyrir það í forgangsröðinni og því hefur það staðið ómálað í nokkur ár. 

Það sem mér finnst reyndar fáránlegt í þessari frétt eru athugasemdir Jóhanns Birkis, sviðsstjóra á umhverfissviði, að benda á fleiri eignir í eigu bæjarins sem jú mætti snurfusa aðeins ef aðrir hefðu áhuga á að taka að sér að framkvæma það í "skjóli nætur".  Er það þannig að sviðsstjórinn ætlar að gefa út lista í byrjun hvers árs yfir eignir sem íbúar mega taka að sér og laga.  Láta birta þennan lista á vef bæjarins með nánari útlistingu á því hvað beri að gera og leyfa íbúum svo að skrá sig við ákveðnar eignir.  Kannski það sé leið til að ná niður kostnaði hjá bæjarfélaginu - "taktu að þér eign - sparaðu fyrir bæjarfélagið".

Tel að einfalt Takk hefði verið nóg hjá Jóhanni í þessu tilfelli og að biðja viðkomandi að gefa sig fram við bæjarskrifstofu þannig að hægt væri að borga honum til baka tilfallandi kostnað við verkið.  Það er ekki á stefnuskrá yfirvalda bæjarfélagsins að láta íbúa standa straum af beinum kostnaði við viðhald eigna bæjarfélagsins á annan hátt en með greiðslu útsvars. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband