18.8.2007 | 16:44
Reykjavíkurmaraþon Glitnis
Er í Reykjavík þessa stundina til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis. Ég setti mér það markmið í byrjun sumars að hlaupa hálfmaraþon í þessu hlaupi og ég náði þessu markmiði í morgun.
Ég hljóp s.s. 21 km í morgun á tímanum 1:59 og er alveg sáttur við það þá maður vilji nú alltaf gera betur. Ég byrjaði full hratt og var nánast búin á því þegar ég sá 11km á skildi við veginn. Þrjóskan kom upp í mér og áfram hljóp ég, líkaminn vildi nú gefast upp á tímabili en hugurinn sagði NEI og hugurinn vann. Verð nú að viðurkenna að það var erfitt fyrir hugann þegar eldri karlmenn og konur sigu framúr mér á leiðinni, var gráti næst þegar um 70 karlmaður skokkaði svakalega létt framúr mér og ég fékk það á tilfinninguna að ég væri í raun stopp.
Ég er sáttur við að ljúka þessu hlaupi og mun koma aftur að ári og reyna að gera enn betur.
Það er viss stemming í þessu hlaupi. Rúmlega 2000 manns voru ræstir samtímis í 21 km og 42 km og létt var yfir mannskapnum í blíðskaparveðri.
Nú ætla ég að skella mér niður í bæ til að soga í mig menningu borgarinnar - úti er menningarnótt og veðrið er yndislegt.
Góða helgi!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ingi minn þú þarft ekkert að vera fúll yfir að sá "gamli" færi fram úr þér, þú verður bar að hætta þessari leti á milli hlaupa. Áfram svo ég myndi jarða þig á hjólinu. Vertu viss
Eiríkur Harðarson, 18.8.2007 kl. 18:27
Þetta er nú vel gert ,, gamli minn". Stolt af þér og þrjóskunni. Hvernig væri að láta vita ,,næst" þegar þú verður í Reykjavík við gætum haft systkynahitting svona einu sinni.
Anna Dóra (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.