Leita í fréttum mbl.is

Þjónustustig landsbyggð vs höfuðborgarsvæðið

Já víða er þjónustustigið slæmt fyrir utan höfuðborgarsvæðið en víða er það líka mjög gott.  Slæmt þykir mér þegar blaðamaður alhæfir svona um þjónustustig allstaðar á landsbyggðinni.  Það er eins og fólk sé í slæmum málum ef það veikist eða slasast þegar það ekur fram hjá Borgarnesi eða Selfossi. 

Það var nú í byrjun þessarar viku að Ragnheiður Ríkarðsdóttir var að gagnrýna stöðu mála í sjúkraflutningum í Mosfellsbæ - þar telur hún að of mikill tími fari í það að bíða eftir sjúkrabíl - má ekki segja að það sé einnig slæmt þjónustustig - eða hvernig skilgreinir blaðamaður það - eingöngu út frá því hversu margir sjúkraflutningsmenn séu til taks. 

Það má að mínu mati má setja meiri fjármuni í það að mennta einstaklinga til sjúkraflutninga, einnig má gera betur í því að borga þessum einstaklingum laun fyrir sína vinnu - víða eru þeir að hlaupa úr vinnu til að sinna þessu - oft án þess að þiggja krónu fyrir.  Má þá spyrja sig hvernig eru með tryggingar þessara manna ef eitthvað kemur fyrir - eru þeir tryggðir.

Hér í Ísafjarðarbæ er það þannig að vakt er á slökkvistöðinni frá 08 - 16 á daginn, eftir það er bakvakt.  Fá þeir greitt fyrir bakvaktirnar og einnig fyrir útköllin sem berast eftir fjögur.  Á Þingeyri er einnig sjúkrabill.  Þar eru einstaklingar sem ekki eru á bakvakt og þeir eru, því miður, ekki að fá greitt fyrir þau útköll sem þeir sinna - á hvaða tíma sólarhrings sem þau eru. 

Það má laga margt í þessum málaflokki en það er einnig vel að þessu staðið víða, það er hæft fólk sem er að vinna að þessum málum víðar en á höfuðborgarsvæðinu.

Viðbætur, skrifaðar 6.júlí.

Eftir að hafa sett þetta inn á vefinn hefur mér verið tjáð að það er einn einstaklingur í hlutastarfi á Þingeyri og fimm sem fá greidd fyrir útköll.  Það er ávallt miðað við að tveir fari í útköll.  Ég bið hlutaðeigandi velvirðingar á þeim fölsku skrifum mínum sem koma fram í blogginu.


mbl.is Sjúkraflutningamenn oft einir á ferð með sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við getum státað af afbragðs fólki bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði, það segiru satt.

Svona er bara oft umræðan, ekkert virðist vera í lagi nokkrum metrum fyrir utan höfuðborgina og þá er alhæft að það sé alls staðar þannig í fjölmiðlum.

Ágúst Atlason (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband