2.7.2007 | 02:06
Um olíuhreinsistöð
Í dag, mánudag, fara þrír fulltrúar Ísafjarðarbæjar til Þýskalands og Hollands til að kynna sér tvær olíuhreinsistöðvar sem þar eru. Fulltrúarnir eru Halldór Halldórsson, Svanlaug Guðnadóttir og Sigurður Pétursson. Einnig eru með í för fulltrúar Vesturbyggðar og einnig erlendir og innlendir ráðgjafar sem eru að vinna að skýrslu um ýmislegt er viðkemur slíku mannvirki.
Dagskrá heimsóknarinnar er mjög stíf - eiga þeir að hitta fulltrúa stjórnenda olíuhreinsistöðvanna, forsjársmenn sveitarfélaga sem hafa slíkar verksmiðjur í sínu sveitarfélagi, ráðgjafa í umhverfismálum, íbúa og fl og fl.
Eftir heimsóknina eigum við í bæjarstjórn þessara tveggja byggðalaga að fá skýrslu um ferðina. Ég bíð í raun spenntur eftir henni. Satt best að segja veit ég voðalega lítið um hvað olíuhreinsistöð er, nema það sem ég hef kynnt mér á netinu. Ég sé að nokkuð hefur verið skrifað um málið í fjölmiðlum síðustu misseri. Í sunnudagsblaði morgunblaðsins var einmitt ein grein þar sem rakið var ýmislegt um neikvæða hlið á slíkum rekstri. Svo hef ég lesið nokkrar greinar þar sem verið er að dásama þessari tegund fyrirtækis. Þannig að það er greinilegt að sitt sýnist hverjum.
Ég hitti einn einstakling um daginn sem er að vinna að skýrslu um staðarval fyrir þetta fyrirtæki - ég var svona að forvitnast hjá honum hvernig væri tekið á móti honum á ferðum sínum um bæjarfélagið, þar sem hann er að taka út staði osfrv. Sagði hann að yfir heildina væri tekið vel á móti honum, sumir neituðu honum um að skoða, aðrir vildu ólmir sýna honum allt og í raun meira en hann vildi sjá. Eitt sagði hann mér reyndar að flestir vildu fá þetta fyrirtæki hingað á Vestfirði en ekki á túnið hjá sér.
Ég hef sagt það hér að vil að þetta sé skoðað. Vil að við skoðum þetta vel og vandlega og ræðum þetta ítarlega áður en við ákveðum hvað við viljum. Það sem kannski vantar í dag eru upplýsingar til almennings - með og á móti. Vantar upplýsingar um hvernig þessi mál standa, hver er að vinna hvað við þetta. Hvaða fyrirtæki eru þetta sem vilja setja þetta upp hér, hver er þeirra saga og hver er þeirra framtíðarsýn osfrv. Mig vantar bara upplýsingar og ég veit að svo er með fleiri.
Þegar rætt er um 500 störf sem gætu haft áhrif á margt hér í mannlífinu finnst mér ekki hægt að slá hendinni strax á móti slíku án þess að athuga hvað þetta er og hvaða áhrif það hefur á lífið hér, bæði góð og slæm.
Það eru margir að spyrja mig hvaða skoðun ég hafi á þessu máli - hvort ég vilji þetta eða ekki. Ég segi eftir að ég hef fengið upplýsingar um málið þá mun ég taka ákvörðun um hvort ég vil þetta eða ekki.
Þannig að ef þið lesið eitthvað áhugavert um þetta þá endilega bendið mér á slíkt - hjálp við upplýsingsöfnun er vel þegin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ingi Þór
Eftir að hafa skoðað þessi mál svona "aðeins" og miðað við þær litlu upplýsingar sem ég hef komist yfir þá held ég að með því að fórna mýflugu fáum við úlfalda. Ég er mjög fylgjandi þessu eins og ég horfi á hlutina í dag en spurning hvað verður á morgun þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Eins og þú segir þá vantar okkur upplýsingar til þess að taka ákvörðun.
Varðandi það hvort ég vilji fá stöðina í Dýrafjörð þar sem ég bý þá segi ég já við því. Þeir sem segja já við stöðinni en vilja hana ekki í sinn garð heldur hjá nágrannanum eru ekki mjög sannfærandi í sinni afstöðu. Þú verður að getað tekið við þessu sjálfur ef þetta verður í boði þegar upp er staðið.
Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 2.7.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.