20.6.2007 | 07:01
Kvóti og aftur kvóti er ekki lausnin á byggðaþróun landsins
Alveg er ég sammála honum Elliða. Meiri kvóti leysir engan vanda í byggðamálum þjóðarinnar.
Ég tel að styrkja beri grunngerð samfélagsins eins og vegagerð, fjarskipti og þjónustu við íbúana. Þarna getur ríkisstjórnin komið að málum með því að koma þessum svæðum inn í 21.öldina í vegamálum og fjarskiptum og einnig með því að aflétta af sveitarfélögum þeim skuldum sem þau bera af félagslega húsnæðiskerfinu sem ríkið "þvingaði" sveitafélögin út í á sínum tíma.
Með þessu tel ég að hægt væri að stöðva þá þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Dugar til að stöðva en ekki að snúa við - til að snúa við þarf kraft heimamanna að koma til og trú fjárfesta á svæðið. Þegar það legst saman þá verður að mínu mati hægt að fjölga hér fólki sem mun leiða af sér að þjónusta verður mun betri.
Nægur kvóti í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.