14.6.2007 | 01:31
Umhverfis - og útivistar Lýðháskóli að Núpi í Dýrafirði
Fyrir um þremur vikum síðan átti ég fund með framkvæmdarstjóra UMFÍ og Halldóri, bæjarstjóra, varðandi hugmynd um að setja á laggirnar lýðháskóla að Núpi í Dýrafirði komið sem hefði á námskrá sinni umhverfismál og hugsanlega einnig útivistarmálefni.
En hvað er Lýðháskóli og hvað hefur slíkur skóli að segja fyrir atvinnumál hér á Vestfjörðum.
Fyrst hvað er Lýðháskóli?
Í raun er Lýðháskóli ekki réttnefni fyrir skóla af þessari gerð - réttnefni væri í raun lífsleikniskóli. Nemendur fá ekki einingar fyrir nám sitt heldur gefst þeim kostur að kynnast umhverfinu og útivist á sem fjölbreyttastan hátt á stórkostlegum stað í Dýrafirði og nágrenni.
Slíkt form af skóla er rekið í víða á Norðurlöndum og einnig um allan heim. Systursamtök UMFÍ í Danmörku (kallast DGI) hafa komið að stofnun 6 skóla sem hafa íþróttir og leiðtogaþjálfun í sinni námskrá. Allir eru þessir skólar sjálfstæðar rekstrareiningar. Þeir eru reknir með fjármagni frá danska ríkinu og einnig með skólagjöldum. Í Danmörku eru um 45-50 Íslendingar við nám hverju sinni og njóta þeir styrks frá UMFÍ til skólavistar.
UMFÍ hefur nú öðlast talsverða reynslu af rekstri skólabúða að Laugum í Sælingsdal. Sá gamli Héraðsskóli öðlaðist nýtt líf við þá starfsemi og í dag starfa á milli 10-15 einstaklingar við rekstur skólabúðana. Þangað koma á milli 1500-2000 ungmenni yfir vetrarmánuðina og síðan er húsnæðið rekið sem sumarhótel.
UMFÍ ásamt DGI hafa áhuga á því að koma hér að stofn Lýðháskóla og vilja leggja til þekkingu á rekstri slíkra skóla, tengslum við aðra Lýðháskóla í heiminum og beinagrind að skólanámskrá. Við heimamenn getum síðan starfrækt skólann með stuðningi ríkisins, sem yrði að leggja til rekstrarfjármagn.
En hvaða þýðingu hefur slíkur skóli fyrir atvinnulíf hér?
Ég sé fyrir mér að skólinn myndi hafa um 70-100 nemendur á hverjum tíma. Nemendur myndu koma í 6- 10 mánaða dvöl og einnig myndu hingað koma nemendur annarra Lýðháskóla í styttri tíma (2-3 vikur í senn). Þarna yrðu að vera um 10-15 einstaklingar sem ynnu beint við rekstur skólans yfir vetrartímann. Tengt þessu yrði síðan hægt að tengja þetta við víkingaverkefnið og vinnu við það, einnig Gíslasögu verkefnið, hugmyndum Sæfara að sjósportmiðstöð Íslands, ég sé mér verkefni fyrir Borea Adventures í tengslum við komur nemenda annarra lýðháskóla, tengingu við Skrúð og þá Landbúnaðarháskólann, einnig tengingu við Háskólasetur. Svo má sjá fyrir sér aukningu í flugi hingað vestur og betri nýtingu Þingeyrarflugvallar og svo störf í tengslum við verslun og þjónustu. Margt fleira má einnig tengja við þetta svo sem skíðasvæðið í Tungudal, Hornstrandir og hugmyndir að friðlandi þar og svo margt annað.
Það er mitt mat að þetta sé ekkert nema jákvætt að taka vel í þessar hugmyndir UMFÍ og DGI og leita allra leiða til að þetta verði að veruleika.
Nú er boltinn hjá okkur heimamönnum og næstu skref eru að mínu mati viðræður við ríkisvaldið um húsnæðið og rekstrarfé. Sjávarútvegsráðherra og Iðnaðarráðherra voru hér vestra fyrir um viku og áttu þeir fund með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og var þessi hugmynd viðruð þar. Tekið var jákvætt í þessa hugmynd og sagt að spennandi væri að skoða hana nánar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja sæll Ingi Þór long time, no see hef það að segja að ég man ekki betur en það hafi verið svona lýðháskóli í Skálholti fyrir 15-20 árum. Rekur ekki minni til að sá skóli hafi verið langlífur, ég var aftur á móti á svoleiðis skóla úti í Danmörku 1993-1994. Sá var alþjóðlegur afþreyingardæmið sem í boði var þarna úti í Danmörku var slíkt að við Íslendingarnir kæmumst ekki með tærnar þar sem Daninn hafði hælanna. Hér á landi gengur allt út á að spara til þess að græða meira og meira, passa sig á því að gera ekki þau mistök að nota aurinn til þess að græða miklu meira.
Eiríkur Harðarson, 14.6.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.