Leita í fréttum mbl.is

Ný ríkisstjórn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð saman með Samfylkingunni - það hefur verið ritaður stjórnarsáttmáli og flokkarnir hafa tilkynnt hverjir eiga að vera ráðherrar í nýrri "viðreisnarstjórn".

Mér líst svona ágætlega á ráðherrana - það er þó nokkuð sem kemur mér á óvart. 

Persónulega finnst mér furðulegt val Geirs að halda Birni Bjarnasyni áfram og setja Sturla út.  

Ég hefði viljað sjá Sturla sem ráðherra áfram.  Hann hefur staðið sig mjög vel í Samgönguráðuneytinu. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er kröftugur og góður einstaklingur sem hefur komið mörgu góðu til leiðar í setu sinni sem ráðherra.  

Annað sem mér finnst athugavert við ráðherraskipan míns flokks er að það er eingöngu ein kona.  Nú á 21.öldinni hefði ég talið það vera mjög sterkt fyrir flokkinn að velja aðra konu til áhrifa. Einstaklingar eins og Guðfinna, Ásta Möller og Arnbjörg Sveinsdóttir eru konur sem koma vel til greina í slík embætti að mínu mati.  Það var mikil umræða um ráðherraskipan eftir kosningarnar 2003 en þá stóð Davíð sig ekki í því að veita konum brautargengi í sinni ríkisstjórn.   Mér finnst flokkurinn ekki vera að standa sig í þessum málum - þetta kemur mjög illa út, mjög illa.

Mér finnst Ingibjörg og Samfylkingin hafa komið vel út í gær.  Ingibjörg gaf sér góðan tíma til að svara fjölmiðlum, hún stóð við jafn kynjahlutfall ráðherra og mikil gleði ríkti í þeirra herbúðum.  Geir aftur á móti svaraði ekki vel spurningum fréttamanna, nánast hljóp í burtu og svaraði ekki spurningunum.  Konur í flokknum voru reiðar - þó þær styðja sitt fólk og eitthvað fát virtist á mannskapnum þegar fréttamenn spurðu spurninga eftir fundinn.  Svo eftir að hafa lesið sáttmála ríkisstjórnarinnar þá hefur Samfylkingin fengið að setja mjög mörg af sínum kosningarloforðum en ekki svo mikið finnst mér hafa verið sett fram af okkar hálfu.  S.s. mér finnst Samfylkingin hafa styrkst eftir daginn í gær en minn flokkur kom ekki vel út, þvi miður.

Ánægjulegt er að Einar Kristinn skuli halda ráðherraembætti sínu og bætir við sig landbúnaðarmálunum sem er vel.  Einar Kristinn hefur sýnt það, á skömmum tíma í ráðherrastól, að hann er að standa sig afar vel.

Eftir að hafa staðið nokkuð vel að undirbúningi nýrrar stjórnar finnst mér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sig nokkuð illa í að kynna ráðherra fyrir landanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur mér ekkert á óvart að þú skulir vera himinlifandi með árangurinn hjá sjávarútvegsráðherranum. Til hamingju.

sig haf

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 20:15

2 identicon

Gaman að sjá hversu ánægðir forystumenn Ísafjarðarbæjar eru með sjávarútvegsráðherrann. Ekki er því úr vegi að þú rekir nú nokkuð fyrir almúganum hver helstu afreksverk hans eru í embætti. Það er nauðsynlegt lesning öllu áhugafólki um stjórnmál.

Elli (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:55

3 identicon

Góðan daginn-  Á hverju lifum við vestfirðingar? Er það ekki eitthvað tengt sjávarútvegi. Hér er enginn stöðuleiki er það ekki öllum ljóst? Það getur verið að Einar hafi reynt,en því miður þá ræður hann ekkert við klíkunna í LÍÚ. Og hvað ætla menn að gera núna? Byggðarkvóta? Sumir útgerðarmenn hér segja kvótakerfið eigi ekki að standa fyrir byggðarstefnu. Svo heimta þeir byggðarkvóta til sín.

bjarnidyrfjord (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband