28.3.2007 | 22:54
Skoðunarkönnun Stöðvar 2
Í kvöld var birt niðurstaða skoðanakönnunar stöðvar 2. Var hún birt í sérstökum kosningarþætti sem stöð 2 var að byrja á í kvöld. Ætlunin hjá þeim er að hafa svona þátt í öllum kjördæmum á miðvikudögum, eftir fréttir, fram að kosningum.
Þessi könnun kom álíka út eins og kannanir hafa verið að sýna undanfarið.
Sjálfstæðisflokkurinn: 28,4% - fékk 29,6% í kosningunum 2003
VG: 23% - fékk 10,6% í kosningunum 2003
Samfylkingin: 20,6% - fékk 23,2% í kosningunum 2003
Framsóknarflokkurinn: 14,3% - fékk 21,7% í kosningunum 2003
Frjálslyndir: 9,7% - fékk 14,2% í kosningunum 2003
Íslandshreyfingin: 2,9%
Það má ljóst vera að VG er að bæta við sig fylgi í þessu kjördæmi og það er forvitnilegt að sjá að Íslandshreyfingin mælist í þessari könnun þrátt fyrir að hafa ekki kynnt neinn framboðslista og hvað þá áherslur.
VG er farin af stað í svipaða kosningarbaráttu og 2003 með því að leggja áherslur á annað en þau málefni sem þeir hyggjast vinna að eftir kosningar. Barmmerki sem stela frösum úr auglýsingum sem hafa verið að fá miður vinsæla athygli víðsvegar um land. Jæja, sumir læra aldrei neitt!!
Sjálfstæðismenn eru með fylgi rétt við kjörfylgi og leiða má að því lýkur að 3 maðurinn (uppbótarþingmaður) fari til hans, miðað við þessar niðurstöður. Frjálslyndir ná inn Guðjóni Arnari en alþýðubandalagsframsóknarfrjálslyndi frambjóðandinn nær ekki inn miðað við þessar tölur. Samfylkingin er að dala eins og hefur komið fram áður í öðrum könnunum og virðast kjósendur vinstri flokkana hafa meiri trú á forystu VG heldur en forystu Samfylkingar.
Ég sá ekki þáttinn á stöð 2 í kvöld um Norðvesturland. Var að koma kosningarmiðstöðinni hér á Ísafirði í gagnið. Það sem maður les af blogginu er að Jón Bjarnason hafi staðið sig illa, ekki getað svarað spurningum fréttamanna og hafi ekki haft neitt nýtt fram að færa. Efsti maður Samfylkingar gerði víst engar gloríur, fór með rulluna sína. Sturla svaraði víst vel fyrir sig og einnig Magnús. Guðjón Arnar talaði um innflytjendamál og má víst vera að þeir freistast til að ná fylginu aftur upp fyrir léttvínsmörk með því að leggja ofuráherslu á það mál.
Þannig að fróðlegur þáttur fyrir þá sem sáu.
Það verður gaman að lesa bloggfærslur næstu daga um þennan þátt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.