Leita í fréttum mbl.is

Ferðasjóður íþróttafélagana stofnaður

Í morgun samþykkti ríkisstjórnin að setja á laggirnar ferðasjóð undir stjórn ÍSÍ og gera um það mál þriggja ára samning með 180 milljón króna framlagi.  Framlagið verður þannig að á árinu 2007 koma 30 milljónir, 60 milljónir árið 2008 og 90 milljónir árið 2009.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir HSV.  Þetta hefur verið baráttumál okkar í nokkur ár og nú er það komið í höfn.

Stjórn ÍSÍ á eftir að semja reglur um greiðslur úr þessum sjóð og vona ég að hún taki ekki of langan tíma í verkið.  Reyndar var skipuð nefnd um málið á síðasta aðalfundi ÍSÍ sem í situr fulltrúi HSV.  Það hlýtur að vera þá verk þessarar nefndar að útbúa reglurnar.

Þetta eru vatnaskil í íslensku íþróttalífi að mínu mati.  Með þessu er verið að hjálpa, ekki bara íþróttafélögum á landinu við kostnað við ferðalög, heldur einnig fjölskyldum sem hafa mátt reiða fram mikla fjármuni í ferðalög barna sinna.

Til hamingju við öll með að þetta baráttumál okkar er í höfn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband