26.3.2007 | 12:29
Strandabyggð hafnar tillögum um Menningarráð Vestfjarða
Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnaði í síðastliðinni viku framlögðum tillögum um menningarráð Vestfjarða. Þeir höfnuðu þeirri grein tillagnana sem getur um fjölda fulltrúa í menningarráðinu.
Fulltrúarnir eru í dag 9 og voru þessi fulltrúar kosnir á þingi Fjórðungssambandsins fyrir tæplega ári síðan án mótatkvæða.
Ég er í raun sammála sveitarstjórn Strandabyggðar enda lagði ég fram á sínum tíma fram tillögu í ráðinu að fulltrúar í því yrðu 7 talsins. Sú tillaga var rætt í ráðinu en það náðist ekki samkomulag um hana. Samkomulag náðist um að halda fjöldanum óbreyttum fyrstu starfsár ráðsins og svo yrði það aðalfundur ráðsins sem myndi þá gera breytingar á menningarráðinu ef slíkt þyrfti. Það er sú tillaga sem menningaráðið sendi áleiðis til allra bæjar - og sveitarstjórna á Vestfjörðum.
Það er reyndar óskiljanlegt að sveitarstjórn Strandabyggðar skyldi hafa hafnað þessum tillögum frá menningarráðinu. Ef sveitarstjórnin hefði eitthvað við hann að athuga þá er það mín skoðun að þeir hefðu átt að fresta málinu og leita sér frekari upplýsinga um það sem var óskýrt í þeirra huga varðandi hann hjá sínum fulltrúa í ráðinu eða hjá formanni þess.
Það er von mín að þetta hafi ekki áhrif á það ferli sem nú er í gangi - að ná samningum við Menntamála - og Samgöngumálaráðuneyti um aukin fjárframlög til menningarmála á Vestfjörðum. Slíkt framlag myndi hafa mikla þýðingu fyrir menningarlífið í heild sinni á Vestfjörðum.
Ég hvet sveitarstjórn Strandabyggðar til að endurskoða ákvörðun sína, leita sér upplýsinga um tilurð hans hjá sínum fulltrúa og taka höndum saman með öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum í því að efla hér menningarlíf.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.