Leita í fréttum mbl.is

Ráðstefna um þátttöku og móttöku innflytjenda í dreifbýli

Það verður haldinn ráðstefna um þátttöku og móttöku innflytjenda í dreifbýli í Hömrum á Ísafirði dagana 26. - 28. mars nk.

Það má alveg segja að málefni innflytjenda hafa verið mikið i umræðunni undanfarið. 

Á ráðstefnunni munu helstu fræðimenn í málefnum innflytjenda og byggðaþróunar flytja erindi þar sem ýmsum flötum á þessum málum verður velt upp.

Það er orðið löngu tímabært að halda svona ráðstefnu, að mínu mati, og því fagna ég þessu framtaki fjölmenningarseturs og samstarfsaðila.  Ráðstefnan er samstarfsverkefni Fjölmenningarseturs og Háskólaseturs Vestfjarða.  Fékk hún myndarlegan styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við vitundarvakningu í samfélögum.

Í tengslum við þessa ráðstefnu verður haldinn opinn borgarafundur um málefni innflytjenda. 

Ég hvet alla til að mæta, bæði á ráðstefnuna og borgarafundinn, fræðast um þessi mál frá helstu fræðimönnum á þessu sviði í heiminum. 

Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband