13.3.2007 | 14:43
Hörkukarlar í nefnd um málið!
Þá hefur ríkisstjórnin skipað nefnd mjög góðra manna til að fara yfir stöðu mála og koma með raunhæfar tillögur til að fyrir 11.apríl nk.
Nefndin er skipuð eftir mikla vinnu sveitarstjórnarmanna af öllum Vestfjörðum sem hafa átt fundi í febrúar með ríkisstjórn og stjórnarandstöðu flokkunum. Halldór bæjarstjóri greindi frá því fyrir stuttu að hann átti síðast fund með Geir Haarde í síðustu viku um þetta mál.
Það eru til fullt af raunhæfum lausnum sem hafa verið settar fram í gegnum tíðina, lausnir sem við Vestfirðingar höfum sett fram. Þessar lausnir miða allar að því sama - halda byggð á þessu svæði.
Ég ber mikið traust til Halldórs og Aðalsteins í þessu máli. Þeir eru fulltrúar okkar Vestfirðinga í þessari nefnd, einstaklingar sem hafa mikla þekkingu á svæðinu og þeim lausnum sem hafa verið settar fram í gegnum tíðina. Ég hef mikla trú á því að þeir eigi eftir að setja fram markvissar leiðir sem hægt væri að fara eftir - það sem þarf svo eru aðgerðir serm fylgja eftir þeim tillögum sem þessi nefnd leggur fram.
Ég legg ofuráherslu á að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem verður sett fram sem hafi lausnir sem síðan verður ekki fylgt eftir á neinn raunhæfan hátt. Við þurfum ekki aðra skýrslu um málið - við þurfum aðgerðir takk fyrir!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikil er trú þín sundkappi
Sigurjón Þórðarson, 16.3.2007 kl. 17:44
þetta var ekki nefnd heldur "starfshópur" sem var skipaður...!
Gaman væri að heyra hvað væri þér efst í huga varðandi eflingu atvinnutækifæra á þessu svæði.......
Marzellíus Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.