13.3.2007 | 13:49
Mikið um að vera í íþróttalífi bæjarins
Það er mikið um að vera hjá íþróttafélögum innan HSV á næstunni.
KFÍ mun leika hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni við Stjörnuna núna á nk. laugardag. Ég verð því miður ekki á svæðinu þar sem ég er á leiðinni í smá frí til Ítalíu á morgun, miðvikudag. Ég óska mínum mönnum alls hins besta í leiknum, vona að íbúar Ísafjarðarbæjar fjölmenni á leikinn og láti heyra í sér á áhorfendapöllunum. Það væri gaman að skapa stemmingu eins og hér áður í Klakanum. ÁFRAM KFÍ!!!!
Helgina 22. - 25. mars er síðan Unglingameistaramót Íslands á skíðum í Tungudal. Þetta er mót sem vera átti í Reykjavík en sökum snjóleysis þar var mótið fært hingað til Ísafjarðar. Mótið verður sett formlega í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 20:00.
Ég hef í hyggju að mæta í brekkurnar og fylgjast með mótinu - vona að það sé í lagi að maður standi þar án skíða - ég er nefnilega þekktur fyrir allt annað en skíðafimi mína. Ætla samt að láta mig hafa það og mæta til að hvetja mitt fólk - vona að fólk fjölmenni í brekkurnar og aðstoði mig við hvatningarhróp til okkar frábæra skíðafólks.
Það er mikil ávinningur fyrir okkar samfélag þegar vel gengur hjá íþróttafélögum bæjarins. Það skapar stemmingu og umtal út fyrir samfélag okkar - slíkt vekur eftirtekt og liðum finnst gaman að koma hingað, mót er eftirsóknarvert að halda hér og mæta á.
Það er von mín að íþróttafélög innan HSV hlutist til um það að fá hingað stór mót og einnig stóra fundi. Slíkt er góð kynning fyrir okkur og það mikla og góða starf sem unnið er hér á svæðinu innan íþróttafélaga.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.