10.3.2007 | 02:51
Skammarlegt!
Mér brá þegar ég las þessa frétt á ruv.is:
Lögreglumaður ölvaður á slysstað?
Lögreglumaður á Akureyri er grunaður um að hafa mætt ölvaður á vettvang banaslyss í Hörgárdal aðfaranótt sunnudags. Lögreglumaðurinn var ekki á vakt en var kallaður út vegna slyssins.
Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins ók lögreglumaðurinn á slysstað. Aðrir lögreglumenn fundu áfengislykt af félaga sínum. Tekin voru öndunarsýni og var lögreglumaðurinn sendur í blóðprufu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra verður málið kannað nánar en það hefur verið sent ríkissaksóknara þar sem ákveðið verður hvort ákæra verði gefin út fyrir brot í starfi. Í kjölfarið ákveður embætti ríkislögreglustjóra hvort manninum verði vikið úr starfi tímabundið. Meint brot lögreglumannsins geta varðað lögreglulög, starfmannalög og almenn hegningarlög. (birt á vef ruv.is)
Umræddur lögreglumaður hefði átt, að mínu mati, að hafa vit á því að segja að hann væri ekki reiðubúin að mæta á slysstað.
Svona getur áfengið skert dómgreind manna!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.