9.3.2007 | 13:55
Ísafjarðarbær styrkir Komedíuleikhúsið
Í dag, föstudag, kl. 16 fer fram undirritun á samningi milli Ísafjarðarbæjar og Komedíuleikhúsins á Ísafirði í Stjórnsýsluhúsinu.
Um er að ræða samning sem styrkir starf eina atvinnuleikhús á Vestfjörðum um 1,4 milljón á ári í þrjú ár.
Í samningnum stendur að komedíuleihúsið eigi að sýna stykki sín í Grunnskólum og leikskólum Ísafjarðarbæjar eftir ákvörðun skólastjórnenda hverju sinni. Komedíuleikhúsið mun einnig taka að sér ýmsa menningarstarfsemi í bæjarfélaginu en í því sambandi má benda á húslestur í Safnahúsinu sem byrjaði fyrir jól. Einnig á komedíuleikhúsið að koma að undirbúningi menningarviðburða í Ísafjarðarbæ og taka þátt í viðburðum sem menningarmálanefnd ákveður.
Þetta er mikil viðurkenning fyrir það mikla og góða starf sem Komedíuleikhúsið hefur unnið á undanförnum árum.
Það er von mín að þessi fjárhæð komi til með að styrkja starfið hjá leikfélaginu sem muni verða til þess að leikhúsið dafni og setji skemmtilegan svip á menningarlíf bæjarfélagsins.
Ég hef rætt við Elfar Loga um að koma að því að skapa skemmtilega miðbæjarstemmingu þegar vel viðrar á sumrin. Einnig að koma að því að setja upp leikstykki við Byggðasafnið þegar skemmtiferðaskip eru í höfn á sumrin. Vonandi verður af þessum atburðum í sumar.
Ég bind vonir við að þessi samningur muni verða til þess að leikhúslíf muni dafna og vaxa enn meir í framtíðinni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.