8.3.2007 | 16:10
Andlát
Torfi Tómasson stórkaupmaður lést á landspítalanum 6. mars sl.
Torfi er betur þekktur í sundheiminum sem Torfi í speedo - þar sem hann var umboðsmaður speedo sundfatnaðar frá árinu 1963 til ársins 2006.
Torfi var stórmenni í íslensku sundlífi en hann var formaður sundfélagsins Ægis á árunum 1956 - 1966. Síðar var hann formaður sundsambands Íslands og stjórnarmaður í Ólympíunefnd Íslands og fór sem fararstjóri á tvenna Ólympíuleika.
Torfi var ávallt mikill stuðningsmaður sundíþróttarinnar í landinu.
Mikill maður er fallinn frá - blessuð sé minning hans!
Ég votta fjölskyldu Torfa samúð mína
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.