Leita í fréttum mbl.is

Finna.is!

Í síðustu viku sendi starfsmaður Ísafjarðarbæjar út tölvupóst til fyrirtækja innan Ísafjarðarbæjar sem fól í sér tilboð á þjónustu sem Finna.is veitir. 

Hefur þessi tölvupóstur síðan komið af stað nokkrum umræðum á vef bb. 

Um var að ræða tilboð sem barst Ísafjarðarbæ frá fyrirtæki sem heitir Finna.is.  Það fyrirtæki er dótturfyrirtæki EcWeb sem gerði heimasíðu Ísafjarðarbæjar. 

Tilboðið fól í sér að fyrirtæki í Ísafjarðarbæ myndu fá verulegan afslátt á þjónustu Finna.is í gegnum vef Ísafjarðarbæjar.  Þetta var áhugavert tilboð og því var það sent til allra þeirra fyrirtækja sem eru á skrá í bæjarfélaginu.

Finna.is bíður s.s. fyrirtækjum að senda sér almennar upplýsingar um fyrirtækið sem síðan verður sett inn á vefsíðu Ísafjarðarbæjar sem og heimasíðu Finna.is - er slíkt gert án greiðslu.  Vilji hinsvegar fyrirtæki senda ítarlegri upplýsingar um starfsemi þess þá þarf að greiða fyrir slíkt.

Ég treysti eigendum fyrirtækja og rekstraraðilum stofnana alveg til að taka upplýsta ákvörðun um hvernig þeir koma sínu fyrirtæki og stofnun á framfæri.  Þeir taka eflaust ákvörðun út frá mörgum þáttum og leita leiða til að gera það á eins hagkvæmastan hátt sem um leið nær til sem flestra væntanlegra viðskiptavina. 

Það sem vakti fyrir starfsmanni Ísafjarðarbæjar, þegar hann sendi út tölvupóstinn, var að vekja athygli á tilboði sem hugsanlega einhverjir vildu nýta sér. 

Þegar Ísafjarðarbær keypti heimasíðu af fyrirtækinu EcWeb var  í þeim pakka, ásamt mörgum öðrum kerfum, beintenging við Finna.is og leit í fyrirtækjum og stofnunum sem hafa starfstöð í Ísafjarðarbæ. 

Það var ljóst frá upphafi að sú tenging sem þar er með lágmarksupplýsingum um fyrirtæki og stofnanir mun verða í boði án greiðslu en allar ítarlegri upplýsingar sem fyrirtæki vildu koma á framfæri væri háð taxta Finna.is. 

Það er erfitt að halda úti fullkominni skrá um fyrirtæki án ábendinga um leiðréttingar frá fyrirtækjum og stofnunum sjálfum.  Bera saman Súðavík og Ísafjörð í þessu sambandi er ekki hægt, fjöldi fyrirtækja og stofnana í Ísafjarðarbæ er umtalsverð fleiri en í Súðavík. 

Það er von mín að fyrirtæki í Ísafjarðarbæ sjái sér fært að senda lágmarksupplýsingarnar inn þannig að sú skrá sé að minnsta kosti rétt.  Annað bið ég ekki um - ef fyrirtæki sjá sér ekki hag í því að borga fyrir að hafa fleiri upplýsingar inn á vef Finna.is þá bara gera þeir það ekki, svo einfalt er það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Á sama hátt mætti hugsa sér að allir launþegar Ísafjarðabæjar fengju tilboð um að opna launareikning hjá Landsbanka.

 Allir sem fengju tölvupóst frá bænum fengju tilboð um að kaupa netþjónustu hjá Snerpu

ps. Hvað kostaði heimasíðan? 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 7.3.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband