Leita í fréttum mbl.is

Björgunarmiðstöð!

Á bæjarstjórnarfundi í gær var til umfjöllunar tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að fela bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi að hefja viðræður við sýslumanninn á Ísafirði og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu um möguleika á byggingu á sameiginlegri björgunarmiðstöð.

Þessi hugmynd er upprunarlega komin frá Sigríði Guðjónsdóttur, fyrrum sýslumanni í Ísafjarðarsýslu.  Hugmyndin er s.s. sú að byggja björgunarmiðstöð þar sem lögreglan, slökkvilið og slysavarnarfélagið hefðu sameiginlega aðstöðu. 

Mér finnst þetta mjög spennandi því ljóst er að lögreglan þarf að byggja sér nýja aðstöðu eða leita leiða til að stækka núverandi aðstöðu.  Það þarf að fara út í verulegar og dýrar framkvæmdir við endurbætur og lagfæringar á núverandi slökkvistöð.  Því ekki að nota þá tækifærið og athuga hvort að þessir aðilar gætu ekki sparað sér umtalsverðar fjárhæðir og byggt hús sem gæti verið björgunarmiðstöð Ísafjarðarbæjar - ef ekki Vestfjarða - í framtíðinni.

Þetta mál er á byrjunarstigi og tillagan á bæjarstjórnarfundi í gær var sett fram til að koma málinu af stað.  Tillögunni var vísað til frekari umræðu í bæjarráði í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Kvitta innlit

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 2.3.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Þetta er góð og gjaldverð hugmynd, ég held samt að þið ættuð að láta Björgunarfélagið í friði  frá flutningum þeir eru í góðu húsnæði, styrkja fremur þá staðsetningu sem það er nú á.

Ég hef alltaf verið mikil áhugamaður um flutning Slökkviliðsins einkum vegna þess að ég tel að landið sem slökkvistöðin er stað sett á sé verðmætt byggingarland og myndi ég vilja sjá þar rísa vel hannaða blokk sem tæki á sig vind til að gera bæinn betur varin fyrir norðan átt.

Við getum flutt slökkviliðið  þar sem áhaldarhús bæjarins er, þar er vel hægt að bæta við 4 hólfum í viðbót við það hús þar sem yrði gott rými fyrir slökkviliðið og alla starfsemi sem þar þarf að vera.

Ég legg líka til að byggt verði ofan á löggustöðina hún er flöt þar upp á og spurning hvort ekki er hægt að fá arkitekta hússins til að samþykkja vel hannaða byggingu beint ofan á stöðina.   

kveðja

-gunni

Gunnar Pétur Garðarsson, 2.3.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband