Leita í fréttum mbl.is

Samgönguáætlun, er hún kosningartrix?

Það er pistill á vísi.is sem Egill (silfur Egils) skrifaði um samgönguáætlunina. 

Þetta er frekar skemmtileg lesning og Egill fer miklum orðum um það að Sturla sé ekki ráðherraefni Sjálfstæðismanna eftir kosningar. 

Ég get ekki séð hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu við lestur samgönguáætlunar.  Kannski hefur hann vitneskju um eitthvað sem við ekki vitum (Björn Ingi Hrafnsson veltir því fyrir sér í dag á blogginu sínu).

Að mínu mati er áætlunin vel gerð, vel framsett og í henni eru framkvæmdir sem eru nauðsynlegar fyrir íslenskt samfélag.  Er hún kosningartrix? 

Í lögum um samgönguáætlun nr.71/2002 stendur í annarri málsgrein:

 "Samgönguráðherra leggur á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun sem tekur til fjáröflunar og útgjalda til flugmála, vegamála og siglingamála, þ.m.t. hafnamála og sjóvarna, og rekstrar stofnana. Í samgönguáætlun skal skilgreina það grunnkerfi sem ætlað er að bera meginþunga samgangna og gera skal grein fyrir ástandi og horfum í samgöngum í landinu. Jafnframt skal mörkuð stefna fyrir allar greinar samgangna næstu tólf ár. Þá skal í samgönguáætlun meta og taka tillit til þarfa ferðaþjónustunnar fyrir bættar samgöngur."

Það liggur því í eðli þessara laga að hver samgöngumálaráðherra mun "lofa" framlögum fram yfir ráðherratíð sína. Þetta eru ekki ný tíðindi. Það er því einkennilegt að kalla þetta kosningatrix.  ´

Ég held að allt það sem stjórnarliðar munu leggja fram núna muni vera kallað "kosningartrix", alveg sama hvað það er. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband