14.2.2007 | 16:57
Kjaradeila grunnskólakennara
Þann 6.febrúar sl. fékk ég bréf frá félagi Grunnskólakennara sem bar yfirheitið "samkomulag er ekki í augsýn"
Þar var farið yfir hvað hefur verið að gerast á samningarfundur launanefndar sveitarfélagana og launanefndar félags grunnskólakennara. Haldnir hafa verið 19 fundir á milli aðila og ekkert hefur gengið né rekið í samningsátt.
Launanefndin hefur boðið 0,75% launahækkun ofan á umsamda 2,25% hækkun gegn því að kjarasamningar verði framlengtir til enda maí 2008.
Kennarar fara hinsvegar fram á að hækka nú um áramótin og næstu úr 2,25% (sem er í núverandi samningum) upp í 3% og sama um næstu áramót. Einnig hafa þeir farið fram á að grunnlaun hækki um 2 launaflokka. Þetta þýðir í raun 7,5% launahækkun á tímabilinu.
Þetta eru að mínu mati umtalsverðar launahækkanir sem kennarar eru að fara fram á - vissulega hafa þeir margt til síns máls til rökstuðnings en það er mitt mat að þetta eru allt of mikil launahækkun.
Ef við tökum þessa launahækkun og færum hana yfir á Ísafjarðarbæ og miðum við rekstraryfirlit fyrir árið 2006 þá myndi 7,5% launahækkun þýða um 30 milljóna króna hækkun launa við Grunnskóla Ísafjarðarbæjar.
Ef til slíkrar hækkunar ætti að koma - þá þyrfti að endurskoða mikið tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar set ég mikið traust á að formaður sambands íslenskra sveitarfélaga takist að landa samningi við ríkið til að tryggja rekstrarafkomu þeirra í framtíðinni.
Ef til samninga um aukna aðkomu ríkis að rekstri grunnskólana þá myndi ég verða fyrstur til að samþykkja aukna launahækkun til handa kennurum - þeir eiga það skilið að mínu mati - en eins og staðan er í dag, hjá langflestum sveitarfélögum, þá yrði hækkun launa þeim erfið.
Það er á ábyrgð sveitarfélaga að passa upp á að sú þjónusta sem íbúar vilja hafa sé til staðar og sé vel rekin. Grunnskólar Ísafjarðarbæjar eru vel reknir, erfitt er að sjá hvernig spara mætti þar í rekstri. Við höfum vel menntaða kennara sem eru hæfir og skila sinni vinnu frábærlega af hendi. Ég vildi svo gjarna veita þeim hærri laun en staða sveitarfélagsins mætti vera betri - ef til launahækkunar á að koma þá verður að koma til hærri framlag ríkisins inn í jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að mæta þeim rekstrarútgjöldum sem þau verða fyrir við slíkan samning.
Ríkisstjórn hvött til að beita sér í kennaradeilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.