Leita í fréttum mbl.is

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020

Þessi misseri er verið að vinna að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2008 - 2020.  Þeirri vinnu er dyggilega stjórnað af umhverfisnefnd og teiknistofunni Eik.  Um komandi helgi fer fram í Hömrum ráðstefna um skipulagið á Hornströndum, eða fyrrum Sléttu-, Grunnavíkur- og Snæfjallahreppum. 

Kíkið á dagskrá ráðstefnunar hér

Það eru margir skemmtilegir fyrirlestrar á ráðstefnunni og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr henni.  Ég persónulega er spenntastur fyrir erindi Kjartans Bollasonar um sjálfbæra ferðaþjónustu og einnig erindi Annu Dóru um þolmörk ferðamannasvæða.  Svo verður örugglega mjög gaman að heyra erindi Guðna Einarssonar um aðgang að svæðinu.  Hann hefur verið mikill talsmaður þess að aðgengi að svæðinu verði bætt.

Með erindi Guðna í huga þá kemur alltaf upp umræðan um vegarslóðan sem var lagður inn Leirufjörð.  Þessi vegaslóði var lagður í leyfisleysi að mínu mati en Ísafjarðarbær hefur ekki heimild til heimildar vegalagningar, það er einfaldlega ekki hennar hlutverk heldur er það hlutverk ríkisins að heimila slíkan gjörning.

Það sem hefur síðan gerst í málinu er efni í góðan reifara og verður gaman að lesa þá bók þegar hún kemur út.

Ég er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að liggja vegaslóði á þessum slóðum ef slíkt væri leyft væri sjarmörinn farinn af þessu svæði og einnig sú umhverfisvæna stefna sem mér finnst að eigi að vera aðalsmerki þessa svæðis.  Ég veit líka að það eru mér margir ósammála og hafa mjög gild rök til síns máls.

Það verður því gaman að heyra önnur rök á þessari ráðstefnu sem ég bíð í ofvæni eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband